Min Kóreudrottning
Í ljósi sögunnar - Podcast tekijän mukaan RÚV - Perjantaisin

Kategoriat:
Í þættinum er fjallað um tildrög þess að Kórea varð japönsk nýlenda í upphafi tuttugustu aldar og endalok hins aldagamla kóreska konungsríkis. Þar kemur við sögu síðasta drottning Kóreu, Min, ein merkilegasta kona kóreskrar sögu, sem komst til valda í karllægu ríki með bæði kænsku og hörku, reyndi að standa uppi í hárinu á Japönum en galt að lokum fyrir með lífi sínu. Umsjón: Vera Illugadóttir.