Bitið fast í vitið með Jakobi Smára Magnússyni

Leikfangavélin - Podcast tekijän mukaan Atli Hergeirsson

Kategoriat:

Bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon á að baki ótrúlegan feril. Eftir að hafa verið meðlimur í böndum eins og Tappa Tíkarrass, Das Kapital, MX-21, Stríð & Friður, Grafík, SSSól, Egó, Reiðmenn vindanna og mun fleirum fékk hann tækifærið sem hann, líkt og flestir aðrir tónlistarmenn, þráði alltaf. Það var þegar John Grant tók hann með á túr þar sem hann spilaði með honum á stórum tónleikum hér og þar um heiminn. En allt byrjaði þetta í raun með Tappa Tíkarrass. Hér hlustum við Jakob saman á frumburð þeirrar sveitar sem ber heitið „Bitið fast í vitið“ frá árinu 1982 og komum víða við á ferli þessa magnaða tónlistarmanns. Bassaskáldið í Leikfangavélinni í þetta skiptið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.