Einar Hrafn Stefánsson
Leikfangavélin - Podcast tekijän mukaan Atli Hergeirsson
Einar Hrafn Stefánsson er trommuleikari, gítarleikari og bassaleikari ásamt reyndar mörgu öðru. Þá var hann nýlega ráðinn sem markaðsstjóri Íslenska Dansflokksins en er auk þess í tveimur af vinsælustu hljómsveitum landsins, þeim VÖK og HATARA. Með þeim síðarnefndu vakti hann mikla athygli þegar þeir félagar kepptu fyrir Íslands hönd í lokakeppni Eurovision í Ísrael árið 2019. Hver man ekki eftir því? Hér skyggnumst við á bakvið tjöldin og skoðum upphafið að þessu öllu saman allt frá æskuárum Einars til dagsins í dag. Allt samkvæmt áætlun í Leikfangavélinni.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.