Ingi Þór Tryggvason
Leikfangavélin - Podcast tekijän mukaan Atli Hergeirsson
Ingi Tryggva a.k.a Mosi er tónlistarmaður af lífi og sál og hefur hann verið virkur í tónlistinni í rúm 25 ár. Hér fer Ingi yfir sögu sína allt frá því hann var í Peanuts á Akureyri, þá Border sem síðar varð að Flow og í gegnum fyrsta sólóferilinn allt að Mosa Musik og loks einfaldlega Mosa, sem er listamannanafn hans í dag. Hann er menntaður grafískur hönnuður og hannaði m.a umslag plötunnar Neondýrin með 200.000 Naglbítum árið 1998. Þetta allt ásamt mótorsportinu, Airwaves upphafinu, CLUB 13, “Made in Taiwan” og því hvernig hann gaf skít í allt eftir hrunið 2008, hætti í vinnunni og reif utan af sér nokkur lög (layers) til að komast að sínum innri manni og margt fleira til. Að lokum fáum við nasaþefinn af nýjasta verkefni hans sem er nokkuð stórt og verður ansi hreint spennandi að fylgjast með í náinni framtíð. Áhugavert og skemmtilegt spjall við Mosa.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.