Kristján Ingimarsson

Leikfangavélin - Podcast tekijän mukaan Atli Hergeirsson

Kategoriat:

Gestur þáttarins er sjálfur Kristján Ingimarsson látbragðsleikari, trúður, dansari, danshöfundur, leikari, leikskáld, leikstjóri og svo einnig bassaleikari í „Lúnu Skrospýjunni“ ásamt svo „Svörtu Köggunum“ sem var heinræktað töffaraband á sínum tíma frá Akureyri. Hann var stórhuga þegar hann stofnaði sína eigin útvarpsstöð á Akureyri árið 1988 þá aðeins tvítugur, Ólund FM 100,4 sem lifði þó aðeins í nokkra mánuði. Hann féll svo alfarið fyrir leiklistinni stuttu síðar eftir tíma sinn með Freyvangsleikhúsinu og leikhópnum Sögu og var þá loks stolið af danskri snót yfir til Danmerkur þar sem hann hefur að mestu búið síðan 1992 og menntað sig í leiklistinni í þremur mismunandi skólum þar ytra. Hann er einn af þekktustu látbragðsleikurum Danmerkur í dag og hefur sett upp ýmsar leiksýningar sem hafa hlotið gríðarlegt lof. Þar á meðal er hið geggjaða verk BLAM! sem hann hlaut hin virtu dönsku Reumert verðlaun fyrir árið 2012 og kom svo með sýninguna til Íslands ári síðar. Hann var valinn bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007 og er vel að því kominn. Svo vígði hann ekki bara Menningarhúsið Hof á Akureyri á sínum tíma heldur tók hann einnig fyrstu skóflustunguna en þó í leyfisleysi. Hér fer Kiddi yfir sína sögu í stórskemmtilegu og áhugaverðu spjalli.


See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.