Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson
Leikfangavélin - Podcast tekijän mukaan Atli Hergeirsson
Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn annar en Rögnvaldur Gáfaði. Einstaklega skemmtilegt spjall við þennan frábæra listamann sem vill þó ekki endilega kalla sig listamann heldur frekar „brasara“.Unglingsárin og upphafið, Zýkkklarnir, Lúna Skrospýjan, Parror, Dægurlagapönksveitin Húfa, LOST, Hún Andar, Hvanndalsbræður, Eurovision þátttakan sem hann var plataður í og mörg önnur tónlistarverkefni koma við sögu ásamt minningum frá uppistandsdögunum. Pinkuponsulitlaplötubúðin, útvarpsferillinn, pólitíkin sem stóð stutt yfir, tíminn í Brighton og auðvitað myndlistin í formi Sebrahesta og Íslensks Brennivíns að ógleymdum Kramer bassanum. Njótið.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.