Þarf alltaf að vera morð?
Myrka Ísland - Podcast tekijän mukaan Sigrún Elíasdóttir
Já, Anna mín, það þarf allavega að vera morð öðru hverju í ógeðisþáttum eins og okkar. Við bregðum okkur í sakamála leik vegna tveggja morðmála. Þau eiga ekkert sameiginlegt nema það að hafa bæði verið framin það herrans ár 1704. En við getum lofað þungaðri konu, framhjáhaldi, líkskoðunum, dularfullri hempu og það sem allir elska; manni sem klikkar á tylftareið! Ekki reið, nei; eið!!