Ærsladraugar

Myrka Ísland - Podcast tekijän mukaan Sigrún Elíasdóttir

Kategoriat:

Hugtakið ærsladraugur eða poltergeist, er frekar nýtt í íslensku og áður voru notuð orð eins og gangári, fjandi, djöflar, djöfulgangur eða annað til að lýsa óupplýstum og dularfullum atburðum sem seinna voru flokkaðir sem ærsladraugar. Við skoðum 3 hressa íslenska ærsladrauga frá 18. og 19. öld sem voru vel skrásett af samtíðarfólki en engin skýring fannst á þrátt fyrir rannsóknir.