"Góð sala Íslandsbanka reynist verða dýrkeypt vegna lögbrota, sekta og skerts trausts"
Ræðum það... - Podcast tekijän mukaan Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
Kategoriat:
Óumdeilt er að gott verð fékkst í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka, en munu lögbrot og ámælisverð vinnubrögð við söluna þýða tapað traust og að frekari sala á hlut ríkisins í bönkum tefjist? Hversu mikið áfall er það fyrir Bjarna Benediktsson sem taldi bankasölu vera einn helsta pólitíska árangur sinn í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hvernig líður stjórnarflokkunum í samstarfinu? Er þreyta í mannskapnum þrátt fyrir límið á milli formannanna þriggja? Jón Gunnarsson heldur áfram að auka eigið pólitíska kapítal og rýra kapítal ríkisstjórnarinnar eftir að honum var skipt út af í stjórnarráðinu. Hver eru formannsefnin í Sjálfstæðisflokknum á þessari stundu? Er Svandís að styrkja sig í VG með stöðvun hvalveiða? En Þórdís með lokun sendiráðsins í Moskvu? Sem eftir á virtist vera vel tímasett miðað við panikk-ið sem fór af stað í borginni á meðan sólarhringsbylting Wagner og Prigozhin gekk yfir. Hver er staða Pútíns eftir þessi ósköp? Gestir: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (Obba), þingmaður Viðreisnar og Grétar Theódórsson almannatengill hjá Spor almannatengslum. Stjórnandi: Andrés Jónsson