Námsmenn farnir að kaupa Teslur, Brexit, Íslandsbanki, verðbólga, lán og staðan á fasteignamarkaði
Ræðum það... - Podcast tekijän mukaan Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
Kategoriat:
Farið var yfir efnahagsástandið í fortíð, framtíð og nútíð í nýjasta þætti af Ræðum það... Er réttlætanlegt að við vitum hvað fasteignir fólks seldust á? Hvernig virka lán fyrir fyrstu kaupendur og hvernig á maður að horfa á fasteignakaup eftir miklar hækkanir síðustu ára? Hvernig væri hægt að leysa húsnæðisvandann og mæta þörf fólks sem flyst hingað til að vinna í nokkur ár? Er leigumarkaðurinn betri með eða án ríkisafskipta? Er óþól hægra fólks fyrir skattheimtu, ríkisafskiptum og eftirlitsstofnunum einkenni á miklu velsældarskeiði í samfélaginu? Er velsældin komin til að vera og kemur kreppan kannski ekki sem lengi er búið að vara okkur við? Er Tesla hætt að vera stöðutákn nú þegar þúsundir Íslendinga hafa fjárfest í slíkum bíl? Hvernig fór Brexit með Breta og eru mörg framboð í stjórn Íslandsbanka og fleiri fyrirtæki til marks um heilbrigðari markað? Við vörpuðum fram þessum og fleiri spurningum í þættinum. --- Gestir: Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur, Kolbeinn Marteinsson almannatengill og Ólafur Finnbogason fasteignasali. Stjórnandi: Andrés Jónsson