Vörumerki, milljón Íslendingar og mjúk lending efnahagslífsins

Ræðum það... - Podcast tekijän mukaan Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það

Kategoriat:

Ræðum það snýr aftur og nú á sunnudegi >>> Aðalgestur þáttarins var Tatiana Hallgrímsdóttir, forstöðumaður menningarmála á Edition-hótelinu. Gestastjórnendur voru Gunnar Þorvaldsson, sjálfstætt starfandi strategisti og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðsmála Nóa Síríus. Rætt var um markaðsmál, Mark Ritson, vörumerki, ferðaþjónustu, fjölgun ferðamanna og fjölgun Íslendinga, borgarskipulag, umferð, páskaegg, viðhorf Íslendinga í verðbólgu og kreppu og trú viðstaddra á mjúka lendingu efnahagslífsins. Þá er í lok þáttarins nýr liður "Pósthólfið" - þar sem spurningum til þáttarins er svarað. Báðar spurningarnar sneru að þessu sinni að Linkedin, hvernig eigi að stilla upp prófíl svo að þeim sem starfi við ráðningar líki og hvernig eigi að yfirvinna aulahrollinn og stinga sér út í umræðuna á Linkedin með færsluskrifum og athugasemdum. Stjórnandi Ræðum það er Andrés Jónsson. --- ✉️ Sendið okkur spurningar á [email protected] og við reynum að svara þeim í næsta þætti.