Hanin og Yaqeen frá Írak, Ahmed frá Marokkó og Natalia frá Úkraínu
Sögur af landi - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Við hittum fólk sem hefur kvatt heimaland sitt og sest að á Íslandi af ýmsum ástæðum. Við hittum systurnar Hanin og Yaqeen Al-Saedi frá Írak sem fluttu frá Jórdaníu til Súðavíkur eftir að pabba þeirra hafði verið rænt frá fjölskyldunni. Svo höldum við til Akureyrar þar sem við hittum Ahmed Essabiani sem kom fyrst til Íslands frá Marokkó 1999 og hefur undanfarin ár aðstoðað og starfað með flóttafólki hér á landi. Og að lokum hittum við Nataliu Kravtchouk frá Úkraínu sem arkar á fjöll í leit að hugarró. Eftir 28 ára búsetu á Íslandi leitar hugur hennar nú heim hverja stund. Efni í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjón: Halla Ólafsdóttir