Listin og móðurhlutverkið, fjallahlauparar og tréð Margrét

Sögur af landi - Podcast tekijän mukaan RÚV

Í þessum þætti var rætt við myndlistarmanninn Jónínu Björgu Helgadóttur sem segir frá hvaða áhrif móðurhlutverkið hafði á listsköpun hennar. Ferðumst líka til Frakklands og fylgjumst með nokkrum fjallahlaupurum keppa í UTMB-fjallahlaupinu í frönsku ölpunum. Að lokum heyrum við sögu hengibjarkarinnar Margrétar sem var valið tré vikunnar hjá skógræktarfélagi Eyfirðinga. Innslög í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir