Ráðskonur í sveit, eldsmiður og ungt fólk á uppleið

Sögur af landi - Podcast tekijän mukaan RÚV

Ráðskonur, eldsmíði og ungir á uppleið eru til umfjöllunar í þætti dagsins. Við hefjum ferðalag á heimsókn til Dalrúnar Kaldkvísl Eygerðardóttur sagnfræðings og forvitnumst um rannsóknir hennar á ráðskonum í sveit á síðari hluta 20. aldar. Því næst rifjum við upp viðtal Dags Gunnarssonar frá árinu 2018 þar sem rætt var við Hall Karl Hinriksson myndlistarmann og eldsmið sem var við störf í eldsmiðju Eldsmíðafélags Suðurlands. Að lokum kíkjum við í ræktina á Dalvík, þar sem hópurinn Ungt fólk á uppleið hittist reglulega og æfir saman. Þar er rætt við þau Sigrúnu Friðriksdóttur, Jóhann Hreiðarsson, Hlín Torfadóttur, Ásu Harðardóttur og Sigurð Ásgeirsson. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Dagur Gunnarsson og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.