Störf án staðsetningar. Blátindur VE 21. Aðbúnaður útigangshrossa

Sögur af landi - Podcast tekijän mukaan RÚV

Í þættinum verður spjallað við Þórgný Dýrfjörð hjá Akureyrarstofu um störf óháð staðsetningu. Einnig verður fjallað um sögu vestmanneyska vélbátsins Blátinds VE 21 en Vestmannaeyjabær áformar nú að farga bátnum, sem er friðaður sökum aldurs .Rætt verður við Tryggva Sigurðsson, fyrrverandi vélstjóra og bátaáhugamann í Vestmannaeyjum og Helga Mána Sigurðsson, formann Sambands íslenskra sjóminjasafna. Að lokum verður rætt við Sigríði Björnsdóttur dýralækni um aðbúnað útigangshrossa. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir