Tónar

Sögur af landi - Podcast tekijän mukaan RÚV

Tónar flæða víða. ,,Án tónlistar væri þessi jarðvist lítils virði" segir einn viðmælandi í þessum þætti af Sögum af landi þar sem þemað er ,,Tónar". Við fáum tóna víða að í þættinum, þeir flæða frá Jakútíu til Andalúsíu og ýmislegt ber á góma þar á milli. Spilað er á kaktus jafnt sem spænskan gítar. Innslög unnu Dagur Gunnarsson, Jón Þór Kristjánsson og Rúnar Snær Reynisson.