Eitt og annað: Sendu skip til Grænlands

Heimildin - Hlaðvörp - Podcast tekijän mukaan Heimildin - Sunnuntaisin

Hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku, sendi bandaríska strandgæslan skip til Grænlands. Um borð voru James K. Penfield, nýútnefndur ræðismaður, og fulltrúi Rauða krossins. Síðar það sama ár hreyfði varautanríkisráðherra Bandaríkjanna hugmyndinni um bandarískar herstöðvar í landinu. Áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi er sem sé ekki nýr af nálinni.