Pod blessi Ísland #3: Karen Kjartansdóttir segir frá því af hverju maðurinn hennar elskar Ingu Sæland

Heimildin - Hlaðvörp - Podcast tekijän mukaan Heimildin

Karen Kjartansdóttir almannatengill og fyrrverandi fjölmiðlakona er fyrsti gestur hlaðvarpsins Pod blessi Ísland. Hún ræddi við Aðalstein og Arnar Þór um fyrstu vikur kosningabaráttunnar, hápunktana úr kappræðum síðasta föstudags og hvað Sigurður Ingi er góður maður (fyrirvari: hún er aðeins að vinna fyrir Framsóknarflokkinn þessa dagana). Einnig ræðum við um hvernig Samfylkingunni hefur tekist að hætta að tala um Sjálfstæðisflokkinn og hvort Píratar séu orðnir jafn þreyttir á túristum og íbúar í smábæ í Svartfjallalandi. Þemalag þáttarins er Grætur í hljóði eftir Prins Póló.