Menningarheimurinn - Jólalög (1/2)
Útvarp Krakkarúv - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Jólin koma á hverju ári, alltaf í desember. Samt er eins og jólin hefjist fyrr hjá sumum, jafnvel í september en þá eru það oftast jólalögin sem koma þeim í jólagírinn. Fleiri og fleiri bætast í jólastuðhópinn því sem nær dregur desember. Svo er eins og allt springi þann 1. desember þegar loksins má byrja að spila jólalögin í útvarpinu. Við erum öll svo ólík og hver og einn á sínar jólahefðir. Í þessum jólalagaþáttum ætlum við að reyna að svara eftirfarandi spurningum: hvað einkennir jólalög? Hvernig semur maður jólalag? Eru einhverjar reglur til um hvenær má byrja að hlusta á jólalög? Hver eru uppáhaldsjólalög fólks? Daði Freyr kemur í spjall og segir okkur frá nýja jólalaginu sínu sem hann samdi fyrir Jólastundina. Við Jói reynum líka að endurtaka leikinn frá í fyrra og semja jólalag KrakkaRÚV árið 2018 - ætli það takist? Viðmælendur: Daði Freyr og Árný Fjóla Danskrakkar úr Danslistaskóla JSB Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Fyrri þáttur af tveimur