Sögur - Bókaormaspjall með Sölva Þór og Lúkasi Myrkva (1/2)
Útvarp Krakkarúv - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Bókaormaráð KrakkaRÚV er skipað 12 krökkum sem hafa lesið 14 bækur eftir mismunandi höfunda sem komu út nú fyrir jólin. Þau undirbúa viðtöl um þær ásamt umsjónarmönnum KrakkaRÚV og úr verða skemmtileg og áhugaverð samtöl milli lesenda og höfunda. Í þessum þætti verða tekin saman helstu umræðuefni tveggja viðtala. Sölvi Þór Jörundsson spjallar við Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur um bókina Úlfur og Edda - Drottningin og Lúkas Myrkvi Gunnarsson við Ævar Þór Benediktsson um bókina Þitt eigið tímaferðalag. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson