Sögur - Fullveldi og framtíð Íslands
Útvarp Krakkarúv - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Í þessum þætti eins og alltaf á fimmtudögum fjöllum við um sögur. Í kvöld fjöllum við um sögu Íslands, eða hluta af henni. Á laugardaginn eru 100 ár síðan Ísland varð fullvalda og þess vegna hefur mikið verið fjallað um það í ár. Við fengum góða gesti í heimsókn, þau Alex Leó og Rósu Guðbjörgu og við spjölluðum um Ísland eins og það var, er og verður. Hvað hefur gerst síðustu 100 ár og hvar verður Ísland árið 2118?