Sögur - Íslenskar þjóðsögur
Útvarp Krakkarúv - Podcast tekijän mukaan RÚV
Kategoriat:
Í þessum þætti ætlum við að kynna okkur íslenskar þjóðsögur. Útgáfufélagið Bjartur gaf nú út á dögunum bók þar sem finna má úrval af helstu perlum íslenskra þjóðsagna. Flestar þjóðir eiga sínar þjóðsögur og þær þykja mjög verðmætar. Þær veita innsýn í hugarheim fólks á öldum áður, líf þeirra reynslu, trú og hjátrú. Þar getum við líka kynnt okkur kynjaveröld hins dularfulla og yfirnáttúrulega. Þar er hægt að finna sögur um álfa og huldufólk, drauga, galdramenn, tröll og útilegumenn svo fátt eitt sé nefnt. Sögurnar sem við heyrum í kvöld: Átján barna faðir í álfheimum Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum Djákninn á Myrká Selshamurinn Lesarar: Jóhannes Ólafsson og Eva Rún Þorgeirsdóttir Umsjón: Jóhannes Ólafsson