Syng mín sál, Dansgenið og Mín er hefndin/rýni

Víðsjá - Podcast tekijän mukaan RÚV

Podcast artwork

Kategoriat:

Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson lítur við í hljóðstofu til að segja okkur af nýútkominni bók, Syng mín sál, sem inniheldur 40 lög úr íslenskum handritunum. Lögin hafa mörg hver aldrei verið gefin út áður og önnur eru í nýjum útsetningum eða raddsetningum sem byggja á áratuga rannsóknarvinnu Árna Heimis. Dansverkstæðið við Hjarðarhaga er heimili dansins á Íslandi og hjarta sjálfstæðu danssenunnar. Í vetur verður þar boðið upp á danssýningar í hverjum mánuði með því markmiði að efla danslistina og setja samtímadans á kortið í menningarlífi borgarinnar. Við hittum Valgerði Rúnarsdóttur á Dansverkstæðinu, en hún frumsýnir Dansgenið, fyrstu sýningu vetrarins, annað kvöld. Gréta Sigríður Einarsdóttir verður einnig með okkur í dag, og rýnir í nýjustu skáldsögu Nönnu Rögnvaldsdóttur, Mín er hefndin.