Vendipunktur í Stykkishólmi, Ólöf Arnalds, Skammarþríhyrningurinn/rýni

Víðsjá - Podcast tekijän mukaan RÚV

Podcast artwork

Kategoriat:

Ólöf Arnalds verður gestur okkar í dag. Tilefnið er væntanleg plata, hennar fimmta breiðskífa, sem hefur fengið titilinn Spíra. Það er rúmur áratugur frá því að ólöf gaf síðast út plötu, en fyrir því eru ýmsar ástæður. Katla Ársælsdóttir rýnir í Skammarþríhyrninginn, verk sem leikhópurinn Stertabenda frumsýndi í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. En við hefjum þáttinn á því að líta til veðurs og heyra af sýningunni Vendipunktur sem stendur nú yfir í Vatnasafninu á Stykkishólmi.